Formannaskipti í Félagi skipstjórnarmanna

Á auka aðalfundi Félags skipstjórnarmanna þann 30. desember síðastliðinn lét Árni Bjarnason af formennsku í félaginu.  Árna Bjarnason þarf vart að kynna, hann er þjóðþekktur af störfum sínum fyrir skipstjórnarmenn, auk þess sem hann var stýrimaður og skipstjóri um árabil.   Árni gegndi formennsku í Skipstjóra og stýrimannafélagi Norðlendinga frá 1996, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands frá 2001 þar til það var lagt niður árið 2017 að Félag skipstjórnarmanna tók við hlutverki þess.  Árni Bjarnason hefur gengt formennsku í Félagi skipstjórnarmanna frá stofnun þess árið 2004.

Nýr formaður í Félagi skipstjórnarmanna er Árni Sverrisson.   Hann hefur síðan 2019 verið framkvæmdastjóri félagsins, Árni var sjálfkjörinn formaður félagsins þar sem enginn bauð sig fram gegn honum.  Árni Sverrisson hefur starfað hjá félaginu síðan 2017, hann var áður sérfræðingur í sjótryggingum hjá VÍS frá 2008 til 2017, þar áður frkvstj. Scanmar á Íslandi frá 2004 til 2008.  Árni var sjómaður á ýmsum skipum í um 20 ár, lengst af hjá Hafrannsóknastofnun sem stýrimaður og skipstjóri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur