Formaður félagsins Árni Bjarnason lætur af störfum, nýr formaður kosinn.
Formaður félagsins Árni Bjarnason hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður félagsins frá og með næstu áramótum 2022/2023.
Stjórnin hefur því ákveðið að boða til auka aðalfundar þar sem kynntur verður nýr formaður í félaginu. Fundurinn verður haldinn þann 30. desember 2022.
Formannskosningarnar verða rafrænar, þær hefjast þann 7. desember kl. 15:00 og þeim lýkur þann 29. desember kl. 15:00.
Nýr formaður verður kosinn til eins og hálfs árs, fram að stjórnarkosningum 2024.
Framboðsfrestur til formanns er til 5. desember 2022. Framboðum til formanns skal skila til uppstillingarnefndar félagsins.
Uppstillingarnefnd 2020-2024, kosin á aðalfundi 31.maí 2019
Árni Sverrisson arnisv@skipstjorn.is Eiríkur Jónsson eikij@internet.is Friðrik Höskuldsson fridrik@lhg.is Gunnar Gunnarsson gunnigun@gmail.com og Magnús Harðarson vigholl3@simnet.is
Lög félagsins: Lög Félags skipstjórnarmanna – Félag skipstjórnarmanna (skipstjorn.is)
- gr. Félagsaðild Félagsmenn skiptast í fullgilda félaga og auka félaga. 1. Fullgildur félagi getur hver sá orðið, sem er handhafi gilds atvinnuskírteinis til skipstjórnar samkvæmt íslenskum lögum og starfar samkvæmt kjarasamningi félagsins og/eða hefur lokið prófum skv. gildandi lögum um skipstjórnarnám. Fullgildir félagar eru þeir einir sem sótt hafa um aðild að félaginu og greiða félagsgjald í félagið og hafa greitt að lágmarki í sex mánuði. Félagsaðild fellur niður hafi félagsmaður ekki greitt félagsgjöld í sex mánuði. Stjórn félagsins getur veitt undanþágu frá þessu skilyrði í sérstökum undantekningartilfellum.
9.gr. Stjórn Kjörgengi til stjórnarkjörs hafa allir þeir sem eru fullgildir félagsmenn.
- gr. Kosning formanns og stjórnar Kosning skal vera rafræn og skal hefjast eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund. Kosningu skal lokið kl. 15. daginn fyrir aðalfund. Við formannskjör er sá frambjóðenda réttkjörinn sem flest atkvæði hlýtur.