Mönnun þjónustubáta sjókvíaeldis hér við land

FS sendi fyrirspurn fyrir áramót til Samgöngustofu varðandi þjónustubáta sjókvíaeldis hér við land, fjölda, þjóðerni, stærð, vélarafl og lámarksmönnun.

Samkvæmt svari Samgöngustofu, eru 9 skip á íslenskri skipaskrá, stærð á bilinu 10,1 m. – 14,84 m. með vélarafl frá 162 hö. til  484 hö. Lágmarksmönnun er miðað við útivist <14 klst.

Norsk skip í fiskeldi hér við land, skv. upplýsingum Samgöngustofu, eru 6 talsins á stærðarbilinu 14 m. – 48 m. Ekki fengust upplýsingar um vélarafl bátanna.

Fyrir liggur að kallað verði eftir upplýsingum frá norsku siglingastofnuninni um mönnunarkröfur á þessum bátum.

Í umsögn okkar um frumvarp til skipalaga sem send var umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í haust,  kom fram að við tökum undir það sjónarmið að þau skip sem stunda atvinnustarfsemi á Íslandi meginhluta ársins eigi að skrá á íslenska skipaskrá. Með slíkri breytingu væri unnt að auka eftirlit með þjónustubátum í fiskeldi og annarra skipa sem koma hugsanlega til með að stunda atvinnustarfsemi hér við land í framtíðinni. Við höfum skilning á því í ört vaxandi atvinnugrein, að nauðsynlegt er að flytja inn þekkingu tímabundið með því að leigja báta, t.d. frá Noregi með kunnáttufólki en að okkar mati þurfi áhafnir þessara báta að uppfylla samsvarandi kröfur og gerðar eru til íslenskra áhafna.

FS mun í samstarfi við önnur stéttarfélög sjómanna vinna að því að á þessum bátum verði íslenskar áhafnir í framtíðinni, þekkingin er þegar til staðar hjá íslenskum skipstjórnarmönnum og öðrum sjómönnum á þessum bátum.

Við höldum áfram að koma þessum sjónarmiðum okkar á framfæri og fyrir liggur gerð kjarasamnings fyrir áhafnir þjónustubáta sjókvíaeldis og einnig munu starfsmenn FS heimsækja eldisfyrirtækin og halda fundi með þeim og félagsmönnum okkar þegar Covid faraldrinum líkur.

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur