Golfkapteinn ársins
Golfmót Félags skipstjórnarmanna
Golfmót FS fer fram mánudaginn 31. ágúst. Mótið verður á Korpúlfstaðavelli og hefst kl. 11.45. Mótsgjald kr. 3000
Leiknar verða 18 holur. Mótið er einungis fyrir félagsmenn. Félagsmönnum er heimilt að taka með sér einn gest. Keppt verður um titilinn Golfkapteinn ársins. Punktakeppni.
Vegna Kovit 19 er óvíst hvort hægt verði að veita nándarverðlaun á par 3 brautum. Verði það raunin þá verða þau verðlaun dregin úr skorkortum.
Verðlaun eru veitt þremur efstu í flokki skipstjórnarmanna og með sama hætti þremur efstu í hópi gesta.
Léttar veitingar í mótslok.
M.b. kv. Golfdeild FS
Skráning : Farið inn á golf.is . Smellið á VALMYND efst í vinstra horni á heimasíðu GSÍ. Smellið á Mótaskrá. Efst á skjánum birtist þá mynd af stækkurnargleri
og þar aftan við : LEIT Í MÓTI.
Skrifð í næstu línu fyrir neðan : Golfmót Félags skipstjórnarmanna. Þá kemur upp ný síða : Golfmót Félags Skipstjórnarmanna. þar sem smellt er á SKRÁNING. Username og password. Síðan má smella á LEIKMENN til að fullvissa sig um að skráning hafi tekist.