Aðalfundur Félags Skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 31.maí 2019 á Grand Hótel í Setrinu, 1.hæð Kl. 14:00.
Dagskrá
- Kosning fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði.
- Umræður um skýrslu formanns og ársreikninga.
- Kjaramál.
- Lagabreytingar. a) Lagt er til að eftirfarandi málsgrein í 8.gr. falli niður. “Aukafélagar hafa ekki atkvæðisrétt við stjórnarkjör, þegar greidd eru atkvæði er varða verkföll eða í atkvæðagreiðslum um uppsögn eða samþykkt kjarasamninga.” Lagt er til að við bætist eftirfarandi málsgrein “Félagið er opið öllum sem lokið hafa viðurkenndu skipstjórnarnámi. Félagsmaður telst fullgildur þegar greitt hefur verið af honum félagsgjald og samningsbundin gjöld í 6 mánuði. Félagsaðild fellur niður hafi ekki borist greiðslur í 6 mánuði, nema í sérstökum undantekningartilvikum. b) Lagt er til að 1.málsgrein í 13.gr. falli niður. c) Lagt er til að 14.gr. falli niður og númeraröð breytist skv. því. d) Lagt er til að eftirfarandi málsgrein í 26.grein falli niður. “Tillaga um aukafélagsgjöld og fjárhagsáætlun lögð fram og afgreidd”.
- Kosning 5 manna uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs 2020 til 2024.
- Önnur mál.
Stjórnin