Jarðarvinir. Leiðari í 1. tbl. Víkingsins 2019

Jarðarvinir.
Að undanförnu hafa samtök sem ganga undir heitinu Jarðarvinir haldið uppi mikilli herferð gegn hvalveiðum og auglýst grimmt með heilsíðu-auglýsingum nú síðast í Fréttablaðinu í dag þegar þetta er skrifað, mánudaginn 11. mars. Þar er af mikilli „hógværð“ fjallað um tilefni til stjórnarslita vegna stórfellds skaða sem VG, land og þjóð hafi orðið fyrir af hálfu hinna stjórnarflokkanna vegna hvalveiða okkar íslendinga. Í Morgunnblaðinu sama dag bar aftur á móti að líta eftirfarandi frétt: Útkoma loðnuleitar er „ stórt núll “.
Væntanlega hafa þessi samtök að eigin mati ekki neinna hagsmuna að gæta hvað varðar fiskveiðar og sjávarútveg almennt og þar af leiðandi enga ástæðu til að láta sér detta í hug að gengdarlaus vöxur hvalastofna hafi marktæk áhrif á vöxt og viðgang okkar helstu nytjastofna.
Dapurleg staða
Vafalaust má tína til ýmsar ástæður fyrir þeirri niðurstöðu að ekki fannst neitt umtalsvert magn af loðnu þrátt fyrir mestu leit sem um getur. Við blasir eftir sem áður að gríðarleg fjölgum ýmissa hvalategunda hefur þar afgerandi áhrif og morgunnljóst að mikil hætta stafar af ört vaxandi ójafnvægi milli tegunda í lífríki sjávar. Með sama hætti og skóglendi jarðar hefur verið eytt af mannavöldum í stórum stíl til stórkostlegs tjóns fyrir lífríki jarðar, þá veldur þessi risastóra óseðjandi hvalahjörð vaxandi skaða með hverju árinu sem líður. Ekki þarf að leita lengra en á Hornstrandir til að fá samlíkingu, þar sem refurinn hefur á skömmum tíma frá því hann var friðaður höggvið stór skörð í allt lífríki á þeim slóðum.
Upp úr aldamótum þegar ég hætti til sjós þótti manni meira en nóg um þá gríðarlegu aukningu hvala stórra og smárra, sem átt hafði sér stað á þeim 33 árum sem ég var á sjó. Þeir sem eru á svipuðu reki og undirritaður og haldið hafa áfram skipstjórnarstörfum til þessa dags fullyrða að vöxtur hvalastofna frá þeim tíma sé verulegt áhyggjuefni.
Afdrifaríkar afleiðingar
Ljóst er að sá fjöldi hvala sem veiða má samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar er undir 1 % af mati á stofnstærðum langreyða og hrefnu er þar af leiðandi fáránlega fjarri því að duga til að viðhalda jafnvægi í lífríki hafsins og leiða má sterkum líkum af því að nú þegar séum við farin að súpa seiðið af þeirri öfugþróun sem ráðið hefur för allt of lengi. Ótaldar eru síðan aðrar hvalategundir sem hafa í ákveðnum tilvikum verið friðaðar áratugum saman s.s. Hnúfubakur sem friðaður hefur verið frá 1955 og fjölgað hefur gríðarlega. Auglýsingar Jarðarvina eru því virkilega dapurleg lesning fyrir íslenska sjómenn sem manna best þekkja ástandið á miðunum kring um landið.
Jarðarvinir snúið ykkur að stærstu vandamálum mannkyns og jarðarinnar í stað þess að einblína á hvalveiðar sem svo sannarlega þyrfti að efla verulega sé ætlunin að fiskveiðar verði til framtíðar ein af undirstöðu atvinnuvegum þjóðfélagsins.

Árni Bjarnason

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur