Mjög áhugaverð grein eftir Brynjar Níelsson

Um eðli Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna

11. apr. 2012 – 15:53Brynjar Nielsson Formaður lögmannafélags Íslands

Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna og fleira skringilegt í henni veröld

Í pólitískri dægurbaráttu og umræðu vitna sumir til Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna eða nefndarmanna þeirrar stofnunar í því skyni að afla máli sínu stuðnings eða renna stoðum undir réttmæti skoðana sinna. Eru það einna helst þeir sem telja kvótakerfi í íslenskum sjávarútvegi brot á mannréttindum sínum og þeir sem telja það til mannréttindabrota hversu fáir eru sakfelldir fyrir kynferðisbrot og refsingar vægar í þeim brotaflokki. Einnig heyrist einstaka stjórnlagaráðsmaður vitna til Mannréttindanefndar SÞ í baráttu sinni fyrir því að koma pólitískum skoðunum sínum í stjórnarskrá.

En hvers konar fyrirbæri er Mannréttindanefnd SÞ? Nefndin er ekki dómstóll, sem dæmir um gildandi rétt eins og sumir virðast halda. Nei, hún er nefnd skipuð fólki sem pólitísk stjórnvöld aðildarríkjanna tilnefnir. Nefndin gefur álit á málum sem lögð eru fyrir hana og klofnar gjarnan í niðurstöðu sinni eftir stjórnmálaviðhorfum nefndarmanna eða hagsmunum þeirra stjórnvalda sem tilnefnir þá. Álit Mannréttindanefndar SÞ hefur því ekki réttaráhrif eins og dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Við getum því alveg eins leitað til mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar til að leiðbeina okkur um mannréttindi. Og þó, því sennilega er nú um stundir hvergi minni skilningur og þekking á mannréttindum en þar á bæ.

Það hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðu seinni ára, að margir telja að pólitískar skoðanir sínar endurspegli mannréttindi og jafnvel vilja þjóðarinnar. Dæmi um þetta er sú krafa að allir fái að veiða fisk við strendur landsins. Sú krafa hefur auðvitað ekkert með mannréttindi að gera – ekkert frekar en að allir fái að bora eftir olíu sem það vilja. Það þurfa hins vegar málefnaleg sjónarmið að liggja að baki við ráðstöfun og úthlutun úr takmarkaðri auðlind. Veiðireynsla var að sjálfsögðu málefnalegt sjónarmið við úthlutun í kvótakerfinu, þegar því var komið á fót upphaflega.

Hægt er síðan að deila um hvort leggja hefði átt önnur málefnaleg sjónarmið til grundvallar. Þá má vissulega deila um réttlæti og sanngirni í þessum málaflokki sem öðrum og hvaða fyrirkomulag eigi að hafa við nýtingu auðlindarinnar yfirleitt. Það sem skiptir mestu máli við mat á fyrirkomulagi fiskveiða eru hagsmunir (hagnaður) samfélagsins en ekki réttur allra til veiða eða önnur heimatilbúin sanngirnisrök sem reynt er að klæða í búning mannréttinda. Það er eins og að menn hafi alveg gleymt því, að þegar kvótakerfi í sjávarútvegi var komið á, lauk tíma frjálsrar sóknar á Íslandsmiðum.

Allar þessar tilvísanir í pólitískar mannréttindanefndir og ráð í hugmyndafræðilegri baráttu eru til þess fallnar að rugla almenning í ríminu. Svo mikið að hinar eiginlegu og klassísku mannréttindareglur stjórnarskrárinnar um eignarréttinn, friðhelgi einkalífsins, tjáningarfrelsið, atvinnufrelsið og að sakaðir menn skulu taldir saklausir uns sekt er sönnuð eru að verða merkingarlausar og látnar víkja fyrir óskýrum og illa skilgreindum almannahagsmunum, sem eru í raun ekki annað en mat hins pólitíska meirihluta hverju sinni.

Af því leiðir að mörgum finnst í lagi að svipta menn eignum sínum eða þá að setja þak á eignarréttinn til að búa til „réttlátara“ samfélag, skerða friðhelgi einkalífsins til að koma í veg fyrir að einhverjir óyndismenn geti verið saman á mótorhjólum íklæddir leðurjökkum, skerða atvinnufrelsi fólks sem vill vinna við að hátta sig eða sofa hjá og loka saklausa menn í fangelsi til að tryggja að einhverjir sekir gangi ekki lausir. Og það skrítnasta við allan þennan furðulega pólitíska málatilbúnað er að fjölmargir talsmenn hans telja hann bæði „fagleganˮ og „fræðileganˮ.

Í framhaldi af þessari fróðlegu grein er upplýsandi að sjá hverjir sátu í Nefndinni árið 2009 þegar kveðinn var upp frægur dómur sem margir hafa vitnað í og talið sitt sterkasta vopn í baráttunni um fiskinn í sjónum.

Meirihluta skipuðu 12 aðilar:

Mr. Rafael RIVAS POSADA (Chairperson) Colombia

Mr. Ahmed TAWFIK KHALIL (Vice-Chairperson) Egypt

Mr. Abdelfattah AMOR (Rapporteur) Tunisia

Mr. Prafullachandra Natwarlal BHAGWATI India

Ms. Christine Chanet France

Mr. Maurice Ahanhanzo GLÈLÈ-AHANHANZO Benin

Mr. Edwin JOHNSON LOPEZ Ecuador

Mr. Walter KÄLIN Switzerland

Mr. Rajsoomer LALLAH Mauritius

Mr. Michael O’FLAHERTY Ireland

Ms. Zonke Zanele MAJODINA South Africa

Mr. José Luis SANCHEZ-CERRO Perú

Minnihluta skipuðu 6 aðilar:

Ms. Elisabeth PALM (Vice-Chairperson) Sweden

Mr. Ivan SHEARER (Vice-Chairperson) Australia

Ms. Iulia Antoanella MOTOC Romania

Sir Nigel RODLEY UK

Mr. Yuji IWASAWA Japan

Ms. Ruth WEDGWOOD USA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur