Athyglisverð grein eftir Jónas Þór Birgisson lyfsala á Ísafirði

bb.is | 2.7.2012 09:57:00

Opið bréf til alþingismanna – fyrri hluti

Mér hefur lengi fundist þekkingar- og skilningsleysi Íslendinga á sjávarútvegi mjög sláandi. Ég hef reyndar talið að þar væri fyrst og fremst um að ræða hið s.k. blogg- og kaffihúsafólk sem oft er kennt við póstnúmer 101. Þetta fólk hefur mér fundist telja að peningarnir syndi bara upp úr sjónum og störf í sjávarútvegi felist einfaldlega í að safna peningunum saman. Þar með sé atvinnuerkstur í sjávarútvegi ekki flókið mál, ólíkt ýmiss konar „alvöru verðmætasköpun hjá hugsandi fólki“. Eftir að þessi tvö frumvörp um sjávarútveginn voru lögð fram nú fyrir nokkru virðist mér hins vegar ljóst að þetta skilnings- og þekkingarleysi sé mjög útbreytt á meðal alþingismanna og eru líklega engir ráðherrar þar undanskildir, a.m.k. ekki ráðherrann sem sjávarútvegurinn heyrir nú undir. Ef frumvörpin eru skoðuð nánar þá má segja að annað frumvarpið lúti að! skipulagsbreytingum á veiðunum í þá veru að auka verulega völd ráðherra og embættismanna til þess að ákveða hver á að veiða, hvernig, hvenær og hvar. Þetta eru atriði sem snúast um þá hugmyndafræði að stjórnmálamenn og embættismenn á þeirra vegum séu öðrum hæfari til þess að stjórna flestu sem við kemur atvinnulífinu. Þetta eru hugsjónir sem hugnast að vísu ekki mér frekar en meiri hluta kjósenda í öllum löndum Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins illræmda, utan hugsanlega Íslands, en hugsjónir engu að síður og ég virði þær sem slíkar. Sama má segja um það inntak í hinu frumvarpinu að heppilegra sé að ríkisvaldið taki til sín svo gott sem allan hagnað af fiskveiðum Íslendinga því stjórnmálamenn og embættismenn á þeirra vegum séu líka öðrum hæfari til að ráðstafa fjármunum.

Kornið sem fyllti mælinn hjá mér voru síðan ummæli stjórnmálamanna eftir útifund aðila í sjávarútvegi. Útgerðarmenn ha! fa svo sem lengi mátt sitja undir því hjá þessu fólki að litið sé á þá sem holdgerfinga græðginnar, ef ekki glæpamenn, svo það er ekkert nýtt. Sú lítilsvirðing sem sjómönnum og fiskvinnslufólki er nú einnig sýnd af þessum aðilum er hins vegar hreinlega til skammar. Þetta er fólkið sem með vinnu sinni hefur öðrum fremur skapað raunveruleg verðmæti fyrir þessa þjóð en hefur lengi þurft að búa við að því sé haldið fram að það sé að vinna fyrir glæpamenn, eða því sem næst. Nú halda svo stjórnvöld því fram að þetta fólk sé viljalaus verkfæri útgerðarmannanna, m.ö.o. illa upplýstir vesalingar. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn og íbúar í 101 sýni þessu vinnandi fólki þá virðingu sem það á skilið. Það er svo sannarlega mjög margt sem við Íslendingar gerum ekki vel og þar má líklega öðru fremur nefna þætti sem snúa að okkar stjórnsýslu sem er jú á ábyrgðarsviði ráðherra og annarra alþingismanna. Við kunnum hins vegar að veiða, vinna og selja fisk betur en flestar ef ekki allar þjóðir sem við berum okkur saman við.

Umræðan um að sjáv! arútvegurinn sé nú ekki grein sem geti vaxið hefur farið mikið fyrir brjóstið á mér. Þessu eru ýmsir, sem ég held reyndar að hafi hvorki starfað beint né óbeint í sjávarútvegi, búnir að halda fram í all nokkur ár. Samt sem áður hefur stöðugt tekist að auka verðmætasköpun í greininni og það jafnvel þrátt fyrir minnkaðan afla. Sjávarútvegur vegur jafnframt ennþá þyngst í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Sá hópur sem minnst gerir úr íslenskum sjávarútvegi hefur líka haldið því fram að nær sé að huga að nýsköpunargreinum og ferðaþjónustu. Það mætti nú alveg spyrja þetta fólk hvort ekki sé líklegt að þessi stöðuga verðmætaaukning í sjávarútvegi hafi eitthvað með nýsköpun að gera? Svo mætti nú alveg fara út í greinar nátengdar sjávarútvegi og spyrja sig eftirfarandi spurninga: Ætli tæknifyrirtæki eins og t.d. Marel og 3X Technology hefðu yfir höfuð orðið til án náins samstarfs við öflug sjávarútvegsfyrirtæki? Ætli það hefði orðið til ferðaþjónusta í sjóstangveiði eða siglingum á stað! i eins og Jökulfirði án mikillar grunnþekkingar í sjávarútvegi? Hverni g ætli gengi hjá nýsköpunarfyrirtæki eins og Kerecis sem framleiðir sáraumbúðir og krem úr fiskiroði, fyrirtæki á Siglufirði sem nýtir rækjuskel til framleiðslu á verðmætum og svo mætti áfram telja, án öflugs sjávarútvegs. Fyrir í kringum tveimur árum mátti jafnframt heyra stjórnmálamenn og fleiri halda því fram að sjávarútvegurinn væri svo skuldsettur að mörg ár væru þangað til hann skilaði einhverju til þjóðarbúsins en nú segir þetta sama fólk að hagnaður sjávarútvegsins sé lengi búinn að vera svo gríðarlega mikill að hann beri auðveldlega margfaldar álögur miðað við það sem nú er. Auðvitað skuldar sjávarútvegurinn á Íslandi en árið 2009 voru skuldir greinarinnar hér uþ.b. 9% af af hagnaði fyrir fjármagnsliði og afskrftir, rétt eins og hjá Norðmönnum. Nú hnussar örugglega í einhverjum og þeir segja að það sé nú ekkert að marka því sjávarútvegurinn hafi fengið öll sín lán afskrifuð. Til! fróðleiks fyrir þetta fólk þá birti ég hér tölulegar upplýsingar sem fengust í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn á Alþingi:

Afskriftir í milljörðum eftir atvinnugreinum 2008-2010

Byggingastarfsemi 25,6
Verslun 31,0
Sjávarútvegur 10,7
Fasteignafélög 34,7
Þjónusta, fjármálafyrirtæki, samgöngur og flutningur 19,9
Iðnaður/landbúnaður/matvælaiðnaður 15,7
Annað 348,1

Fyrir ekki svo löngu síðan las ég ummæli eftir ónefndan ungan þingmann sem sagði að við þyrftum að ákveða hvort við ætluðum virkilega að vera gamaldags framleiðsluþjóðfélag eða skapa alvöru verðmæti með ferðaþjónustu og annars konar þjónustustörfum. Það er nefnilega það. Hvaða þjóðir eru það í Evrópu sem í dag standa sæmilega? Kannski Þýskaland þar sem öflugur iðnaður er hryggjarstykkið í fjölbreyttu atvinnulífi, þ.e.a.s. framleiðsla, Danmörk þar sem fjö! lbreyttur smá- og matvælaiðnaður gegnir sama hlutverki, Svíþjóð með al lan sinn iðnað og Noregur með m.a. sinn olíu-, gas- og áliðnað. Öll þessi lönd standa sem sagt á grunni mjög öflugra framleiðslugreina og já ég vil bara gjarnan að Ísland sé á svipaðri línu en svari hver fyrir sig.

Að lokum er það umræðan um auðlindagjaldið. Einhvern veginn í ósköpunum dettur fólki í hug að miða þjóðararðinn af sjávarútvegi við arð Norðmanna af olíuvinnslunni! Ef við förum að vinna olíu þá skulum við endilega miða þá vinnslu við Norðmenn en það eru fjölmargar þjóðir í Evrópu sem hafa aðgang að fiskimiðum, þar á meðal Norðmenn, svo við skulum bera það saman. Einhverjum hefur líka dottið í hug að kalla það ríkisstyrk við sjávarútveginn að hafa auðlindagjaldið ekki hærra en það er! Hvað sem um upphæð þessa gjalds má segja þá skulum við halda því til haga að Íslendingar eru að reka sinn sjávarútveg á svo hagkvæman hátt að þeir eru eina þjóðin í Evrópu, að Norðmönnum meðtöldum, sem getur leyft sér að svo mikið sem hugleiða að leggja auðlindagjald á gr! einina. Allar þjóðir innan Evrópusambandsins niðurgreiða sinn sjávarútveg, líkt og við gerum með landbúnaðinn okkar en það gera allar aðrar þjóðir í Evrópu svo sannarlega líka. Þannig nema sjávarútvegsstyrkir þessara þjóða í heild 50% af aflaverðmæti. Norðmenn eru reyndar nýlega hættir að greiða styrki til síns sjávarútvegs en þar greiða fyrirtækin hins vegar ekki krónu í auðlindagjald. Við megum ekki láta eins og Ísland sé eina landið í heiminum sem getur selt fisk. Við erum t.d. í harðri samkeppni við norskan sjávarútveg og hvernig dettur mönnum í hug að illa ígrunduð gjöld á sjávarútveginn umfram það sem tíðkast í Noregi hafi engin áhrif á þessa samkeppnisstöðu. Það er rétt að taka fram að ég er alls ekki á móti því að lagt sé auðlindagjald á sjávarútveginn fyrst við erum svo lánsöm að geta rekið hann með hagnaði en upphæðin verður hins vegar að vera afar vel ígrunduð. Ef sú er ekki ! raunin er hætt við því að afkoma greinarinnar verði svo slök að heilda rtekjur ríkisins af sjávarútvegi verði á endanum minni en þær eru í dag. Það þýðir að allir tapa, og þá ekki síst fólkið í 101. Í næstu grein minni sem birt verður mjög fljótlega mun ég gera grein fyrir ýmsum tölulegum staðreyndum varðandi sjávarútveginn.

Jónas Þór Birgisson, lyfsali og stundakennari sem er stoltur af að búa í bæ með íbúa sem skapa raunveruleg verðmæti fyrir þjóðina, ekki síst fólkið í 101.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur