Ályktun frá stjórn FFSÍ

Stjórn Farmanna-og fiskimannasambands Íslands mótmælir harðlega áformum ríkstjórnarinnar í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi þar sem til stendur að afnema í áföngum greiðslur ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða og svíkja þar með, án nokkurra raka, það þríhliða samkomulag sem gengið var frá árið 2005 milli þáverndi ríkistjórnar og aðila vinnumarkaðarins. Forsvarmenn lifeyrissjóðanna telja auðsætt að þessi aðför leiði til skerðingar á áunnum réttindum sjóðfélaga í þeim sjóðum þar sem skuldbindingarnar eru mestar gagnvart örorkubótum. Jafnframt blasir við að þeir sem tóku ákvörðun um afnám þessara útgjalda ríkissjóðs halda óskertum réttindum, enda í Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna þar sem örorkubyrði er hverfandi. Í ljósi þessara staðreynda skorar stjórn FFSÍ á stjórnvöld að endurskoða fjárlagafrumvarpið með það að leiðraljósi að auka ekki enn frekar á þá mismunun sem til staðar er meðal launafólks, eftir því hvaða lífeyrissjóði það tilheyrir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur