Alþjóða siglingadagurinn 28. september og 50 ára afmæli MARPOL

Ísland er aðili að Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er eins konar stjórnarskrá hafsins. Ísland á einnig aðild að MARPOL-samningnum um verndun hafsins. Fimmtíu ár eru nú  liðin frá því að samningurinn leit dagsins ljós.  Auk samningsins sjálfs eru við hann sex mikilvægir viðaukar.  Við höfum staðfest fjóra þeirra en þeir fjalla um varnir gegn olíumengun, mengun af völdum fljótandi eiturefna, hættulegra efna í pökkuðu formi og sorps.

Í ársbyrjun 2018 voru 156 ríki aðilar að MARPOL samningnum eða um 99,42% af skipaflota heimsins ( world’s shipping tonnage.) Það var á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) árið 1973. sem samningurinn var upphaflega settur á stofn. Það var svo árið 1978 sem bókun var samþykkt til að bregðast við tíðum slysum olíuskipa á árunum 1976 – 1977.

Með auknum kröfum um mengunarvarnir og öryggismál sjómanna og farþega hefur FS lagt áherslu á málefni til varnar hafinu og náttúrunni við strendur landsins.  Má þar nefna tillögur um að komið verði á lóðsaskyldu á skemmtiferðaskip sem sigla inn um firði og flóa án staðkunnugra leiðsögumanna með gilt leiðsögumannaskírteini, en þar gæti  slys haft alvarlegar afleiðingar ef farþegaskip strandar við íslensku ströndina með fjölda farþega innanborðs auk þeirrar mengunar sem slíku gæti fylgt. Við væntum þess að slík skylda verði tekin upp innan tíðar.

Umhverfisstofnun, Samgöngustofa og Landhelgisgæsla Íslands eru stjórnvöld í skilningi MARPOL-samningsins og hafa því hlutverki að gegna þegar kemur að eftirfylgni með ákvæðum samningsins og viðauka við hann.

Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: https://ust.is/haf-og-vatn/mengun-fra-skipum/marpol/.



	
	

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur