Alþjóða siglingadagurinn 24.9.2020

Í tilefni af alþjóða siglingadeginum í ár, hefur sjálfbærni í flutningum á sjó verið valið þema ársins 2020 og er þar vísað í markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og skuldbindingu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO og aðildarríka til að ná þeim markmiðum innan 10 ára.

Aðgerðirnar miða að því að uppræta fátækt og að sjálfbær þróun verði orðin að veruleika árið 2030 um allan heim þar sem öll lönd taka þátt og vinna saman að þessum markmiðum.

Hvað varðar siglingar og sjávarútveg, þá eru aðalmarkmiðin þessi fyrir utan að útrýma hungri og tryggja fæðuöryggi:

Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.  Að draga úr brennisteinsinnihaldi eldsneytisolíu skipa.  Meðhöndlun og losun kjölfestu skipa.  Verndun heimsskautssvæðanna.  Draga úr losun á rusli og úrgangi í hafið.  Auka skilvirkni rafrænna upplýsinga í siglingum skipa.  Aukin þáttaka kvenna í siglingageiranum og sjávarútvegi auk annara þátta.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun haldast í hendur við mikilvægi hafsins í vistkerfi jarðar, ekki síst þegar haft er í huga að hafið framleiðir um 70% alls súrefnis í andrúmsloftinu og vitað er að plöntusvif þess bindur mikið magn kolefnis úr andrúmsloftinu sem svo dregur úr gróðurhúsalofttegundum. Þetta helst því allt í hendur og sýnir okkur frammá hve mikilvægt er að vernda hafið fyrir mengun og vinna gegn súrnun sjávar til m.a. að halda skaðlegum áhrifum loftlagsbreytinga í skefjum.

Hvað höfum við gert hér á landi til að ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Á síðasta ári skrifaði umhverfisráðherra undir reglugerð um hertar kröfur varðandi eldsneyti í íslenskri landhelgi og sambærilegar kröfur gilda núna um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti í landhelgi okkar eins og á svokölluðum ECA hafsvæðum ,,Emission Control Areas“ sem skilgreind eru í MARPOL Protocil Annex VI 1997, má þar nefna Norðursjóinn og Eystrasaltið. Þessar breytingar tóku gildi 1 janúar sl.

Leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti á Íslandi er 0,1% innan landhelginnar og á innsævi, þ.e. einnig í fjörðum og flóum. Þegar komið er lengra út á sjó og út fyrir landhelgina má brennisteinsinnihaldið hins vegar ekki vera meira en 0,5%. Til samanburðar var brennisteinsinnihald í svartolíu sem var markaðssett hér á landi árið 2017 á bilinu 0,64-1,94%, en meðaltalið á heimsvísu var samkvæmt gögnum frá Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) 2,59%.

Þessar breytingar útiloka í raun brennslu svartolíu, þar sem hún hefur í langflestum tilvikum hærra brennisteinsinnihald en þetta. Þó geta skip áfram brennt svartolíu ef þau nota viðurkenndar hreinsunaraðferðir til að draga úr losun brennisteinsdíoxíðs en þá er að mestu leyti komið í veg fyrir losun brennisteins út í andrúmsloftið og þá sótmengun sem verður vegna notkunar svartolíunnar.

Í aðgerðararáætlun stjórnvalda í orkuskiptum sem og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum má finna umfjöllun um aukna raforkunotkun skipa og landtengingar.

Til gamans má nefna að Verkfræðistofan Efla hefur unnið hagræna greiningu á landtengingu við rafmagn fyrir skemmti- og flutningaskip í Sundahöfn. Í fréttum frá Veitum kemur fram að verði skylda sett á skipin að tengjast með landtengingu, og tekjur miðaðar við afltaxta Veitna, verða þær ekki nægar til að standa undir nauðsynlegum kostnaði.

Ekki er ósennilegt að með aukinni framþróun verði rafmagn eða annar vistvænn orkugjafi notaður í auknum mæli um borð í skipum þegar þau liggja í höfn.

Samkvæmt skýrslu Efla um möguleg orkuskipti skipa og markmiðin nú sem miða við 2030 eru nokkrir orkugjafar nefndir:

Lífdísilolía og lífolía blandað í díselolíu sem eru einföldustu kostirnir

Alkóhól (metanól, etanól og butanol) á breyttar skipsvélar

DME eða dímetýleter er díseleldsneyti og krefst lítilla breytinga á vélum skipa

Raforka frá raforkukerfi landsins eins og áður var nefnt fyrir skip í höfn

Metan eða jarðgas sem krefst sérstaka véla og meðhöndlunar, sjá hér

Stjórnarandstaðan lagði fram tillögu síðastliðinn vetur til þingsályktunar um mótun stefnu Íslands um málefni hafsins, hún er svohljóðandi:

,, Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra í samráði við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkisráðherra að setja á fót starfshóp um mótun stefnu Íslands um málefni hafsins, með það að leiðarljósi að Ísland marki sér stöðu sem framsækið ríki þegar kemur að loftslagsbreytingum og verndun og sjálfbærri nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika sjávar, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Starfshópurinn skili skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 15. apríl 2020.”

Það eru háleit en nauðsynleg markmið að gengið verði vel um vistkerfi sjávar, verndun hafsins og nýtingu auðlinda þess á sjálfbæran hátt og stuðlað verði að sjálfbærri þróun um heim allan.

Því miður virðist ekki vera mikil vitunarvakning um loftlagsmálin hjá fjölmennum þjóðum, einkum í Asíu, má þar sérstaklega nefna Bangladesh, Pakistan, Indland, Indonesíu og Kína. Að vísu skal það tekið fram að þó oft sé talað um Kína sem mesta umhverfissóðann í veröldinni vegna þess hversu mikið af rafmagni þar í landi er framleitt með kolum, þá er Kína líka langöflugasta ríki veraldar í framleiðslu á raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Ísland er í 96 sæti – þriðja neðsta á listanum eftir frændþjóðum okkar í Skandinavíu að vísu eru Danir meiri sóðar en hinir frændur okkar og lenda í 84 sæti.  sjá hér

Við ættum í raun ekki að vera á þessum lista og höfum alla burði til þess, ekki síst vegna okkar einstöku náttúru , legu landsins og menntunarstig þjóðarinnar.  Sú raforka sem framleidd er á Íslandi kemur nær eingöngu úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Endurnýjanlegu orkugjafarnir sem hér um ræðir eru vatnsorkajarðvarmi og vindorka en saman mynduðu þessir þrír orkugjafar tæplega 100% af raforkuframleiðslu landsins sem er auðvitað einstakt á sama tíma og aðrar þjóðir nota enn kol og kjarnorku til raforkuframleiðslu að jafnaði til helminga á móti öðrum orkugjöfum ss. jarðgasi vatnsafli og örðum endunýjanlegum orkugjöfum.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur