Umsögn um stóra frumvarpið

Nefndasvið Alþingis.

B.t. Landbúnaðar og sjávarútvegsnefndar Reykjavík 18. ágúst 2011

Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 827. mál.

FFSÍ lýsir eindreginni andstöðu sinni við frumvarpið og telur fráleitt að það leiði til þess meginmarkmiðs sem lagt var upp með. þ.e.a.s. Að skapa meiri sátt um stjórnkerfi fiskveiða meðal þjóðarinnar. Með frumvarpinu er verið að skerða með varanlegum hætti afkomu starfandi félagsmanna innan vébanda FFSÍ. Framkvæmdavaldinu er ætlað að úthluta og ráðstafa mun stærri hlut veiðiheimilda en áður er þekkt. Sá kvóti er tekin frá þeim fiskiskipaflota sem þorri umbjóðenda FFSÍ starfa á. Þar með er verið að taka atvinnu frá starfandi skipstjórnarmönnum til að færa öðrum. Í svokallaðri Sáttanefnd varð niðurstaða til sátta byggð á því að skipta árlegum veiðiheimildum í tvo potta. Annarsvegar pottur núverandi handhafa aflahlutdeildar sem gerðu nýtingarsamninga til langs tíma um afnota eða nýtingarrétt veiðiheimilda. Hinsvega hóflegur pottur fyrir ráðherrann til gæluverkefna. Allt sem að þessu snýr í frumvarpinu er meira og minna á skjön við sáttahugmyndir nefndarinnar.

6.gr. Fagna ber ákvæði sem kveður á um að ekki sé heimilt að róa til fiskjar nema í gildi sé kjarasamningur milli útgerða og áhafna fiskiskipa. Tillaga FFSÍ um gildistíma samnings um nýtingarrétt var og er miðuð við meðal líftími fiskiskipa. Ca. 30 ár +

7.gr. og 8. gr. Leiguframsal innan árs verði bannað. Sala skips með umsömdum nýtingarrétti þarf að vera til staðar.

10. gr. FFSÍ er eindregið á móti strandveiðum þar sem þær leiða með beinum hætti til aukinns atvinnuleysis atvinnusjómanna og einnig til minni verðmætasköpunar en ella. Ef einhverntíma hefur verið fullkomlega viðeigandi að tala um gjafkvóta, þá á það nú við um strand-veiðiheimildir sem svo sannarlega standa undir gjafakvótanafninu.

11. Byggðakvóti er og verður aldrei annað en ávísun á misklíð og ósætti. Auk þess sem ráherra fær með þessu vald sem honum er ekki treystandi fyrir.

15. gr. Svokallaður VS afli er farinn að hafa veruleg áhrif á rekstur Hafrannsóknarstofnunar sem í rekstraráætun gerir ráð fyrir 400 miljóna tekjum úr sjóðnum sem ef grannt er skoðað er hreinlega stolið af sjómönnum. Þar sem þessi tekjulind virðist komin til að vera þá er til bóta að skipta árinu niður í tímabil til að koma í veg fyrir misnotkun ákveðinna útgerða.

16-18. gr. Ganga þarf úr skugga um hver raunveruleg aflahlutdeild fyrirtækja er með tilliti til eignaðildar þeirra hvert í öðru.

19. gr. Banna skal framsal aflamarks. Jöfn skipti milli útgerða m.v.þorskígildisstuðla skulu gilda. Flutningur milli skipa innan sömu útgerðar skal heimilaður. Tekið er undir með SSÍ um að fari allur fiskur á markað þá muni forsendur til framsals gjörbreytast.

24.-27. gr. Allar auknar álögur á útgerðir gera samtökum sjómanna erfiðara fyrir með að verja kjör þeirra. Veiðigjald sem er afkomutengt eftir óljósum reglum er líklegt til að draga úr þeirri hagnaðarhugsun sem ráða ætti ríkjum í rekstri fyrirtækja. Veruleg aukning veiðigjalds ásamt afnámi sjómannaafláttar, sem nú þegar er lögfest, er ávísun á hörð átök í komandi kjarasamningum og í raun aðför að kjörum sjómannastéttarinnar. Að lokum skorar FFSÍ á stjórnvöld að draga frumvarpið til baka þar sem við blasir að tekið verður risaskref afturábak hvað varðar upphaflegt gunnmarkmiðið með samningu frumvarpsins þ.e.a.s. að ná langþráðri þjóðarsátt.

F.h. FFSÍ _________________________
Árni Bjarnason

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur