Skoðun í Fiskifréttum 9. mars 2017

Dómur - Hamar

Torskilinn dómur Félagsdóms
Þann 28. Febrúar síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Félagsdómi sem vekur upp spurningu þau vinnubrögð sem viðhöfð eru hjá þessari virðulegu stofnun.  Málavextir eru þeir að Alþýðusamband Íslands ( ASÍ )og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) stefndu Samtökum smærri útgerða (SSÚ) vegna þess að bátur í eigu útgerðarinnar Kleifa EHF hélt áfram að róa eftir að boðað verkfall Sjómannasambands Íslands hófst þann 10. nóvember og óumdeilt að mati stefnenda að um verkfallsbrot væri að ræða, en útgerð bátsins er aðili að SSÚ. Af hálfu stefnenda var krafist sektargreiðslu vegna brots á kjarasamningi, en krafist var sýknu af hálfu stefndu.

Málavextir         
Auður Vésteins SU -88 hélt til veiða þann 14. nóvember sl.  þ.e. eftir að boðað verkfall SSÍ hófst. Í endurriti úr dómabók Félagsdóms er greint frá að í áhöfn hafi verið  fjórir menn. Nefndur er til sögunnar skipstjóri, en starfsheiti hinna þriggja kemur ekki fram.  Nafn eins þeirra sem tilgreindur er í áhöfn er ekki að finna í lögskráningargögnum, heldur er þar annað nafn, en röng lögskráning ein og sér er lögbrot. Í lögskráningunni eru embættisheiti áhafnarinnar tíunduð, en þar kemur eftirfarandi fram: Skipstjóri, yfirvélstjóri, yfirstýrimaður og matsveinn.  Ekki skortir þar titlana á áhafnarmeðlimi. Í gögnum málsins kemur fram að útgerðin sé aðili að samtökum smærri útgerða (SSÚ) en segist hafa áður verið félagsmenn í Landssambandi smábátaeigenda og greiði sínum sjómönnum samkvæmt kjarasamningi LS, en sá samningur var undirritaður þann 29. ágúst 2012. Stefndi hefur lagt fram þessu til staðfestingar launaseðla auk yfirlýsingar löggilts endurskoðanda á því að launaútreikningar áhafnar Auðar Vésteins SU-88 séu í fullu samræmi við fyrrgreindan samning LS við ofangreinda aðila.

Taki nú allir hauslausir ofan og rasslausir reki við
Hafi menn lesið kjarasamning LS við ofangreind samtök sjómanna þá blasir við að í þeim samningi er hvorki stafur um stýrimann né matsvein, enda ekki gert ráð fyrir þeirra starfskröftum í kjarasamningi Landsambands smábátaeigenda. Í lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa IV. Kafla um mönnun segir:
Á skipi sem er styttra en 24 metrar að skráningarlengd skal vera stýrimaður. Reyndar er ekki minnst á matsvein í lögunum en í kjarasamningi sjómannasamtakanna við SFS er skýrt kveðið á um að á öllum þeim skipum sem samningurinn nær til skuli vera matveinn. Óumdeilt er að samhvæmt fyrrnefndum lögum skal vera stýrimaður á Auði Vésteins.  Það hlýtur því að gegna furðu að löggilltur endurskoðandi meti góða og gilda launaseðla stýrimanns og matsveins þar sem hvergi er stafkrók að finna um þeirra kjör í þeim kjarasamningi sem hann segist hafa yfirfarið og því hlýtur að vera lágmarkskrafa að fá upplýst á hvaða launakjörum yfirstýrimaður og matsveinn hafi verið frá því að nýr ráðningarsamningur var gerður við áhöfnina. Einnig skýtur óneitanlega skökku við að útgerð sem hefur ákveðið að gera út stærri báta og  telur sig ekki lengur eiga samleið með LS telji eftir sem áður forsendur til þess að gera upp við áhöfnina eftir kjarasamningi LS þar sem þar er ekkert samningsákvæði að finna gagnvart helmingi áhafnarinnar.

Lokaorð
Það er dapurlegt svo ekki sé dýpra í árina tekið að horfa upp á útgerðarmann  komast upp með þennan undarlega gjörning.  Auður Vésteins var smíðuð árið 2014 og hefur útgerð hennar frá þeim tíma gert upp og unnið eftir kjarasamningi SFS þrátt fyrir að vera í SSÚ og meðal annars nýtt sér hið umdeilda nýsmíðaákvæði. Í september síðastliðnum ákveður útgerðin að gera nýjan ráðningarsamning við áhöfnina þar sem gert skuli upp eftir kjarasamningi  LS. ( hvernig sem það er nú fixað) Það þarf engan sérfræðing til að sjá að  tilgangurinn með nýjum ráðningarsamningi var sá einn að geta róið í því verkfalli fyrir lá að skylli á innan tíðar. Þegar um hægist gerir þessi hugmyndaríki útgerðarmaður væntanlega annan ráðningarsamning við áhöfnina, byggðan á kjarasamningi SFS og vippar sér á ný  skellihlægjandi yfir á nýsmíðaákvæðið, allt með blessun Félagsdóms.
Það hlýtur að vera frábært að vera í SSÚ og geta með fulltingi hóps þungaviktalögfræðinga hoppað milli kjarasamninga eftir hentugleikum á hverjum tíma.  Félagsdómur færi hinsvegar 0 stig af 12 mögulegum að mati undirritaðs.

Árni Bjarnason

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur