Nordisk Navigatörkongress

Í tilefni af því að nýlokið er vel heppnuðum fundi í Finnlandi, sem undirritaður sat ásamt Ægi Sveinþórssyni starfsmanni FS, er við hæfi að lýsa í stuttu máli tilurð og tilgangi þessara samtaka.

Það mun hafa verið árið 1982 sem Guðlaugur Gíslason þáverandi framkvæmdastjóri Stýrimannafélags Íslands sat fyrsta fundinn á ráðstefnu norrænna félaga skipstjórnarmanna en þau samtök voru stofnuð árið 1910. Allnokkrar sameiningar stéttarfélaga hérlendis í þessum geira haf átt sér stað, en sú síðasta til þessa var árið 2004 með stofnun Félags skipstjórnarmanna. Fulltrúar FS og forvera þess hafa því átt aðild að þessum norrænu samtökum í þrjá áratugi. Tveir tveggja daga fundir eru á ári og eru þeir haldnir til skiptis á norðurlöndum vor og haust. Fyrsti fundurinn hér á landi var árið 1985 og hafa síðan verið hér með reglulegu millibili. Á vorfundunum er farið yfir það markverðasta sem gerst hefur frá því síðast var fundað. Fulltrúar allra þjóða gefa skýrslu fara yfir það sem efst hefur verið á baugi í hverju landi fyrir sig hvað varðar sameiginleg og sértæk málefni sem tengjast hagsmunum skipstjórnarmanna og menn vilja að tekið sér fyrir. Svo dæmi séu tekin þá er farið yfir launaþróun í hverju landi, breytingum á skipakosti, stöðu menntamála, öryggismál auk ýmissa annarra viðfangsefna. Sama er uppi á teningnum á haustfundunum, en það sem er frábrugðið er að Siglingamálastjórar norðurlandanna eða fulltrúar þeirra mæta seinni daginn á fundina og gera grein fyrir því sem efst er á baugi að hálfu stjórnvalda í hverju landi. Með þeirra innleggi fæst glögg mynd af mismunandi uppbyggingu þessara mikilvægu stofnana milli norðurlanda þjóðanna. Á haustfundunum hefur einnig verið opið fyrir þann kost að bjóða nemendum í skipstjórnarnámi, einum frá hvoru landi þátttöku, til kynningar á því námi sem þeir stunda og til þess að þeir kynnist því sem fram fer.
Að mati undirritaðs eru þessir fundir og þær margvíslegu upplýsingar sem þar koma fram, auk persónulegra tengsla sem óneitanlega skapast, mikils virði. Að lokum vil ég taka undir orð Guðlaugs Gíslasonar þar sem hann segir: Ég tel að þátttaka okkar í þessu samstarfi hafi orðið okkur til góðs og til framdráttar, enda þótt ekki sé hægt að festa hendur á nokkrum hlut sem komið hefur í budduna í gegn um það. Þarna fer miklu fremur fram upplýsingamiðlun og persónuleg kynni við þá menn á Norðurlöndum sem starfa á sama vettvangi. Við erum allir að vinna að sama málefni og það er svo skrítið að þótt við séum hér langt norður í dumbshafi, þá er það sami vandinn við að fást og sömu málin sem leitað er lausna á hjá okkur og þeim.

Árni Bjarnason

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur